Loading

Bestu barna Super Bowl-auglýsingarnar

Super Bowl – eða Ofurskálin er í kvöld og margir eru væntanlega búnir að laga ídýfuna og undirbúa sig andlega fyrir skemmtunina. Fyrir þá sem ekki eru inn í þessum kúltúr þá er um að ræða stærsta íþróttaviðburð Bandaríkjanna sem er sjónvarpað um heim allan. Auglýsingaplássin í hálfleik eru þau dýrustu í heimi og fyrirtæki framleiða yfirleitt sérstakar auglýsingar sem bara eru sýndar í þetta eina skiptið. Metnaðurinn er gríðarlegur og árlega er valin besta auglýsingin. Við tókum af þessu hátíðlega tilefni saman lista yfir bestu Super Bowl auglýsingarnar þar sem börn eru í aðalhlutverki:

1. Hvaðan koma börnin (2013)

Bráðfyndin auglýsing frá Kia um föður sem lendir í vandræðum með að útskýra hvaðan börnin koma.

2. Rólubarnið (2012)

Doritos auglýsingarnar eru alltaf bráðfyndnar og í þessari má sjá ömmu og barn freista gæfunnar við að ræna snakkinu góða.

3. Verðbréfabarnið (2012)

Markaðsdeild bandaríska fyrirtækisins E-Trade fann aðferð sem virkar og hefur haldið sig við hana af tryggð. Í henni má sjá talandi barn en pælingin á bak við barnið er að það sé svo auðvelt að stunda viðskipti á netinu að jafnvel barn geti gert það. Og auglýsingarnar virka…

4. Litla stúlkan og hundurinn (2013)

Doritos enn á ferðinni og í þetta skiptið er það lítil stúlka sem er að reyna að finna út úr því hvernig hún geti komið í veg fyrir að hundurinn steli snakkinu hennar.

X