Loading

Betri vinir en hjón

Gwyneth Palthrow gerði allt vitlaust hér um árið þegar hún birti yfirlýsingu inn á vefnum sínumm GOOP þess efnis að hún og eiginmaður hennar, Chris Martin, hefðu tekið sameiginlega ákvörðun um að skilja. Fyrirsögnin var Concious un-coupling – sem mætti útleggast sem meðvituð afpörun.

Nú eru tvö ár liðin frá því að skilnaðurinn gekk í gegn og greindi Gwyneth frá því í viðtali á dögunum að hún og Martin væri frábærir vinir og foreldrar – mögulega mun betri þannig en þegar þau voru gift. Þau lifi enn mjög virku fjölskyldulífi og Martin komi daglega heim til hennar og barnanna en þess fyrir utan lifi þau aðskildu lífi. Kært sé á milli þeirra og börnin í forgangi. Hún gengur svo langt að segja að hann myndi fórna lífi sínu fyrir hana líkt og áður – skilnaðurinn hafi engu breytt þar um.

Ánægjulegt er að sjá hvernig þau hafa hagað sínum málum enda má leiða líkur að því að margir vilji fylgja þeirra fordæmi enda vitað að mörg hjón væru betri sem vinir en nokkurn tíman hjón.

Hér má lesa grein um Concious Uncoupling inn á GOOP.

screen-shot-2017-01-09-at-4-50-18-pm

screen-shot-2017-01-09-at-4-50-01-pm

X