Loading

BEYONCE: BARNABAÐKAR Á HÁLFA MILLJÓN

Ekki er öll vitleysan eins og greinilegt að barn þeirra Beyonce og Jay-Z verður í ruglinu ef marka má gjafirnar sem byrjaðar eru að streyma inn. Kelly Rowland – vinkona Beyonce og fyrrum meðlimur Destiny´s Child, hefur sent sína gjöf og við erum ekki að tala um huggulegt samfellusett heldur sérstakt baðkar ætlað börnum.
Baðkarið er enginn hefðbundinn plastdallur heldur skreytt með 44,928 Swarovski kristölum og kostar vel yfir hálfa milljón íslenskra króna.
Hönnuður þess er Lori Gardner og aðspurð sagði hún að það tæki sig tvo mánuði að festa alla kristalana á kerið.
En hvað á að gera við baðkarið þegar að barnið vex upp úr því? Gardner hefur stungið upp á að það geti nýst sem gæludýrabað eða bjórkælir!!!

X