Loading

BEYONCE & GWYNETH SKELLA SÉR Í MÖMMUFRÍ

Þessi frétt er stórlega yfirhlaðin af öfund en heyrst hefur að bestu vinkonurnar Gwyneth Palthrow og Beyonce Knowles ætli að skella sér í frí saman. Áfangastaðurinn ku vera Jóga-villa í Toscana á Ítalíu. Um er að ræða fimm stjörnu búðir þar sem kyrrðin ræður ríkum og gestir iðka jóga einu sinni á dag hið minnsta.

Þær ætla þó ekki einsamlar heldur verða börnin með í för (og mögulega nokkrar barnfóstrur).

Beyonce er sögð dugleg í jóga þessa dagana eftir að Gwyneth mælti óspart með því – sérstaklega eftir meðgöngu til að líkaminn jafni sig með sem bestum hætti.

 

X