Loading

BEYONCE INNRÉTTAR 200 FM BARNAHERBERGI

Beyonce er þekkt fyrir allt annað en hálfkák og má af þessum fregnum ætla að móðurhlutverkið verði þar engin undantekning. Haft hefur verið eftir Beyonce sjálfri að hún og eiginmaður hennar, Jay-Z, séu í óðaönn að undirbúa komu erfingjans og sé barnaherbergið þar efst á blaði.
Herbergið verður engin skonsa heldur hvorki meira né minna en 200 fermetra svíta. Hvað Beyonce æltar að setja inn í herbergið – fyrir utan barnið – er á huldu en engan skyldi undra þó að barnið ætti eftir að týnast nokkrum sinnum inn í herberginu – enda á stærð við fínustu íbúð í Hlíðunum ef út í það er farið.
Stærsta spurningin er hvort að hjónin muni heyra í barninu gráta eða hvort að hefðbundin barnahlustunartæki séu nógu langdræg …

Ljósmynd: iStock

X