Loading

Beyonce um móðurhlutverkið

Fréttamaður Rúv, Freyr Gígja Gunnarsson, mætti í Morgunútvarp Rásar 2 í morgun og fór yfir tíðindi vikunnar. Þar fór hann yfir það sem hann gæti verið að fjalla um eins og Donald Trump og niðrandi ummæli hans um Arnold Swarzenegger en nei, þess í stað kaus hann að greina mál málanna: Óléttu Beyonce og af hverju heimurinn fór á hliðina.

Greiningin er stórskemmtileg eins og Freys er von og vísa enda er hann afburða skemmtilegur maður en það sem hann vildi meina er að í sólarhring eða svo fékk heimurinn frí frá hryllingsfréttum af Trump. En það hafi þurft sjáfla Beyonce…. ófríska… af tveimur börnum til að megna það.

Beyonce hefur verið tíðrætt um foreldrahlutverkið í gegnum tíðina og við ákváðum að birta nokkur af okkar uppáhalds ummælum hennar ásamt myndum.

Ég hef unnið til fjölda verðlauna og það er frábært, algjörlega stórkostlegt því ég hef unnið þrotlaust fyrir mínu. En það er ekkert sem toppar það þegar dóttir mín segir „mamma”.

Að vera ófrísk er ekki ósvipað því að verða ástfanginn. Ég var svo opin, svo yfirfull af gleði. Það eru engin orð sem fanga tilfinninguna þegar barn vex inn í manni þannig að auðvitað langar mann helst að segja öllum heiminum frá því.

Fjölskylda mín og þeir sem standa mér næst voru með mér þegar ég átti dóttur mína. Allt sem hræddi mig var fjarlægt úr herberginu. Ég gat því algjörlega slakað á og notið hvers samdráttar… þetta var besti dagur lífs míns.

Ég upplifði mjög sterkar móðurtilfinningar á áttunda mánuði. Og ég hélt að þær tilfinningar gætu ekki orðið sterkari fyrr en ég sá dóttur mína. En það gerðist í fæðingunni… við mynduðum ótrúleg tengsl þar. Í hverjum samdræddi ímyndað ég mér dóttur mína reyna að koma sér út um þungar dyr og ég sá fyrir mér þetta litla barn vinna alla vinnuna þannig að ég væri ekki ekki að einblína á minn sársauka. Við töluðum saman. Ég veit að það hljómar galið en ég fann hvernig við tengdumst.

Fyrir mörgum árum síðan varð ég ófrísk í fyrsta skipti. Ég heyrði hjártslátt sem var fegursta tónlist sem ég hef nokkurn tíman heyrt. Ég sá barnið fyrir mér, hvernig það myndi líta út. Ég flaug aftur til New York og fór aftur í skoðun… og það var enginn hjartsláttur.

Ég vona að listsköpun mín hjálpi fólki að heilast. List sem fyllir fólk stolti yfir baráttu sinni. Allir upplifa sársauka, en stundum er hann nauðsynlegur til að umbreyting eigi sér stað. Sársauki er ekki fallegur en ég gat ekki haldið á dóttur minni fyrr en ég upplifði sársaukann sem fylgir fæðingu.

Eftir að hafa fætt barn skil ég fyrst hvers megnugur líkami minn er. Mér finnst líkami minn hafa öðlast aðra merkingu. Ég er miklu sjálfsöruggari. Skiptir engu hvort ég er grennri eða feitari. Ég er miklu meiri kona, miklu kvenlegri og meiri kynvera. Og ég er stolt af honum.

X