Loading

BIOMEGA BARNAVÍTAMÍN STYÐUR BARNAHEILL

Jæja kæru foreldrar – við getum heldur betur látið gott af okkur leiða í október því þá mun ALLUR ágóði af sölu Biomega barnavítamínum mun renna óskiptur til Barnaheilla á Íslandi.

Biomega er íslensk vítamínlína sem samanstendur af 23 gerðum vítamína og þar af eru 5 gerðir ætlaðar börnum sérstaklega á aldrinum 2-5 ára. Um er að ræða Barnafjör, Barnavítamínus, Barna C- vítamín, Barna D-vítamín og Barnakalk. Allt eru þetta bragðgóðar tuggutöflur sem flestum börnum líkar afar vel. Línan er framleidd og pökkuð á Grenivík.

Biomega Barnavítamínin eru á góðu verði, eða um og rétt yfir 1000 kr og fást í öllum Apótekum, Hakgaupum, Fjarðarkaupum og Krónunni.

Barnaheill – Save the Children
á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem stofnuð voru árið 1989. Þau eiga aðild að Save the Children International en að þeim standa 29 landsfélög sem starfa í 120 löndum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá stofnun lagt áherslu á starf innanlands. Samtökin hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi og eru helstu áherslur á að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi. Helstu áherslur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í erlendum verkefnum eru á grunnmenntun barna, vernd barna gegn ofbeldi og heilbrigðismál í gegnum neyðaraðstoð.
Rekstur Barnaheill – Save the Children á Íslandi er fjármagnaður með félagsgjöldum, fjárframlögum og fjáröflunum, þ. á m. með útgáfu minningar- og jólakorta. Þema Barnaheilla í október mánuði er 24. grein barnasáttmálans og fjallar meðal annars um rétt barna til heilsu, fæðu og næringar.

Hver sem er getur svo styrkt heillakeðju með upphæð að eigin vali í nafni Icepharma og Biomega, annað hvort með því að senda sms eða greiða með greiðslukorti á öruggu svæði Kortaþjónustunnar á vefnum www.heillakedjan.is.

X