Loading

Birti sjálfsmynd af sér uppgefinni eftir já-dag!

Þetta er flókin fyrirsögn en fréttin er stórskemmtileg engu að síður. Jennifer Garner var að mæta sterk til leiks á Instagram og póstaði þessari snilldar mynd af þér þar sem hún er afskaplega buguð að sjá. Skýringin er sú að myndin er tekin í lok hins svokallaða „já-dags” eða “yes-day” sem er sérstakur dagur þar sem börnin fá já við öllum sínum óskum (augljólega innan skynsamlegra marka). Segist hún sjaldan hafa þurft jafn mikið á kaffi að halda eins og eftir þennan dag en hugmyndin kemur úr samnefndri bók sem nýtur mikilla vinsælda vestanhafs.

Fjöldi foreldra kommentaði á myndina og deildi sínum já-dags-sögum sem eru sumar hverjar ansi góðar.

En snjöll hugmynd… mögulega jólagjöfin í ár?

X