Loading

BÓKAGAGNRÝNI: DÝRIN Í HÁLSASKÓGI

Á mínu heimili snýst nánast allt um Dýrin í Hálsaskógi og hefur gert lengi. Diskurinn ómar í bílnum, leikritið er til á DVD og þess á milli eru spilaðir hlutverkaleikir þar sem tveggja ára dóttir mín útdeilir persónum og hlutverkum. Ég er oftast Amma mún en hún sjálf Mikki eða Lilli til skiptis. Síðan hefst fjörið. Meira að segja leikskráin úr Þjóðleikhúsinu er heilög.

Þið getið rétt ímyndað ykkur gleðina þegar að börnin börðu bókina augum og fengu að skoða í fyrsta skipti. Það var engu líkara en að um gullfjársjóð væri að ræða.

Bókin er yndisleg í alla staði og teikningarnar eru ótrúlega fallegar. Ævintýrið þekkjum við öll og þarna er það á prenti – sem gerir það að verkum að aldrei þessu vant eru börnin tilbúin í kvöldsöguna langt á undan áætlun.

Þetta er bók sem er skyldueign á hverju heimili.

X