Loading

BÖRN FINNA BRAGÐ AF MAT Í MÓÐURKVIÐI

Nýleg rannsókn staðfestir það sem lengi hefur verið haldið fram: að börn geti fundið bragð af mat í móðurkviði.
Linda Bartoshuk, sem rannsakar bragðlauka við University of Florida, segir að börn fæðist með fáa en öfluga bragðvísa. Segir hún að rannsóknir Julie Mennella* sýni að því fyrr sem að börn séu kynnt fyrir bragði – bæði fyrir og eftir fæðingu – því líklegri séu börnin til að hafa fjölbreyttan matarsmekk. Slíkt hafi jafnframt áhrif á barnið síðar á lífsleiðinni. Telur Bartoshuk að áhrifin séu enn margslungnari en áður var talið og stuðli jafnvel að heilbrigðari matarvenjum.
Þetta eru því góðar fréttir fyrir bæði börn og foreldra þeirra og ætti að hvetja fólk til að reyna eftir bestu getu til að borða hollan og góðan mat.
*sem hefur verið leiðandi í rannsóknum á þessu sviði og birti meðal annars byltingarkenndar niðurstöður árið 2008. Nánar má lesa um Menella hér.

X