Loading

BÖRN HEYRA Í SVEFNI

Samkvæmt rannsókn sem birtist í nýlegu tölublði Current Biology kemur í ljós að börn heyra raddir okkar – og skynja tilfinningar – þrátt fyrir að þau séu sofandi.

Rannsóknaraðilarnir mældu heilastarfssemi sofandi barna á aldrinum 3-7 mánaða. Í ljós kom að börnin sýndu viðbrögð þegar að raddir heyrðust nálægt þeim – og gerðu jafnframt greinarmun á því hvort að röddin var glaðvær eða sorgmædd – en slíkt er hægt að nema með því að sjá hvaða hlutar heilans bregðast við hljóðinu.

Samkvæmt þessu þá er barnið ekki bara steinsofandi þegar það sefur – heldur er nóg að gera og því eins gott að segja bara eitthvað glaðslegt og skemmtilegt í návist sofandi barna.

Nánar má lesa um rannsóknina hér.

X