Loading

BÖRN Í BURÐARPOKUM

Pistill eftir Soffíu Bæringsdóttur, kennara, doulu og burðarpokaspekúlant.

Barn í burðarpoka ætti alltaf að snúa að burðarmanneskju, þrátt fyrir að fjöldi burðarpokaframleiðenda sjái sér hag í að auglýsa það á hinn veginn.

Hvernig barnið situr í burðarpoka segir mikið til um gæði hans. Barnið ætti að snúa að burðarmanni, vera með fætur í M stellingu og þyngd þess að hvíla meira á rassi en fótum.

Barn sem vísar fram í burðarpoka hvílir þyngd sína á klofinu og það setur mikið álag á lífbeinið, svo ekki sé minnst á álagið sem er á kynfærum barnanna. Bakið á barninu sveigist aftur og þvingar hrygginn til að vera fettur. Börn eru almennt meira kúpt allt fyrsta árið sitt og ættu að halda þeirri stöðu þar til þau geta sjálf rétt almennilega úr sér. Álagið á bakið í burðarpoka eykst svo ef miklar bugður eru á líkama burðarmannsins t.d. ef viðkomandi er með stór brjóst. Auk þessa er aukið álag á mjaðmaliði barnsins og dæmi um að börn hafi farið úr mjaðmalið við slíkan burð, því miður.

Annar ókostur við að bera barn framvísandi er hættan á ofáreiti. Börn eru mikið viðkvæmari fyrir umhverfinu en við, þau taka allt inn sem verður fyrir augum þeirra og því þreytast þau fljótt. Ef þau eru í foreldrafaðmi, geta þau hæglega snúið sér undan, róað sig og jafnvel sofnað. Það er ekki eins auðvelt þegar þau snúa fram og hætt við að þau nái ekki að róa sig og verði stressuð.
Þegar barn snýr að burðarmanneskjunni getur hún lesið merki barnsins betur, hvort það er satt, svangt, fúlt eða glatt og auðveldlega haft samskipti við það. Þegar barnið snýr fram er það mun erfiðara.

Stundum heyrir maður að barnið vilji snúa fram svo það sjái betur og því snúi það ekki að burðarmanni. Það er auðvitað skiljanlegt því eftir því sem barnið eldist og þroskast vill það sjá meira. Besta ráðið er að setja barnið þá á mjöðmina eða binda það tiltölulega hátt á bakið svo það fái notið útsýnisins.

Eins fjölbreyttir og sniðugir burðarpokar eru ætti aldrei að láta barn vísa frá sér í þeim, þrátt fyrir að fjöldi burðarpokaframleiðenda sjái sér hag í að auglýsa það.

Hvernig barnið situr í burðarpoka segir mikið til um gæði hans. Barnið ætti að snúa að burðarmanni, vera með fætur í M stellingu og þyngd þess að hvíla meira á rassi en fótum.

Barn sem vísar fram í burðarpoka hvílir þyngd sína á klofinu og það setur mikið álag á lífbeinið, svo ekki sé minnst á álagið sem er á kynfærum barnanna. Bakið á barninu sveigist aftur og þvingar hrygginn til að vera fettur. Börn eru almennt meira kúpt allt fyrsta árið sitt og ættu að halda þeirri stöðu þar til þau geta sjálf rétt almennilega úr sér. Álagið á bakið í burðarpoka eykst svo ef miklar bugður eru á líkama burðarmannsins t.d. ef viðkomandi er með stór brjóst.

Auk þessa er aukið álag á mjaðmaliði barnsins og dæmi um að börn hafi farið úr mjaðmalið við slíkan burð, því miður.

Soffía Bæringsdóttir er kennari og doula og burðarpokaspekúlant. Hún rekur vefverslunina www.hondihond.is sem selur bækur og burðarpoka. Hún hefur óbilandi áhuga á öllu sem tengist fæðingum og barnauppeldi.
Hægt er að hafa samband við Soffíu með tölvupósti á netfangið soffia@hondihond.is.

X