Loading

BPA Í DÓSAMAT – SKORAÐ Á CAMPELL´S

Samtökin Healthy Child Healthy World hafa hrundið af stað herferð til að skora á matvælaframleiðandann Campell´s að hætta að hjúpa dósir frá fyrirtækinu með BPA. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að mikið magn af BPA er sérstaklega að finna í dósum sem innihalda mat handa börnum. Í nýlegri grein í tímaritinu Pediatrics – sem er tímarit um barnalækningar og heilsu barna – þar sem bent er á tengsl milli þriggja ára stúlkna sem höfðu komist í tæri við BPA í móðurkviði og aukinnar hættu á hegðunarvandamálum.

Rannsóknir eru sífellt að benda á tengsl BPA við marga alvarlega sjúkdóma sem hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fjölskyldur. Það hlýtur því að vera rökrétt að hætta notkun BPA í okkar daglega lífi,

er haft eftir Rachel Sarnoff, einum yfirmanna Healthy Child Healthy World samtakanna. Ötul barátta samtakanna sem og annarra samtaka og stjórnmálaafla hafa orðið til þess að mörg fylki í Bandaríkjunum hafa bannað BPA í barnapelum. Eins hafa Danir bannað efnið í pelum, sem og Kanada.
Fjöldi dósaframleiðanda hafa tilkynnt áform sín að hætta notkun BPA í dósum sínum, þeirra á meðal eru Heinz og Hunt´s. Campell´s hafa enn ekki gefið neitt út varðandi áfrom og því var ákveðið að hrinda herferðinni af stað.

Hvað er BPA?
BPA eða Bisphenol A er efni sem er að finna í flestum plastílátum, drykkjarflöskum, matarumbúðum og pelum. Efnið er oft táknað með #7 á merkimiðum. Efnið getur líkt eftir hormóni og haft gríðarlega alvarleg áhrif á líkama okkar. Ekki eru áhrif þess enn fullrannsökuð en sífellt fleiri rannsóknir benda á skaðsemi þess. Sýnt hefur verið að BPA á fósturskeiði getur örað vöst á krabbameini í blöðruhálskirtli síðar á ævinni hjá körlum og getur þessi hormóna-hemir jafnframt valdið brjóstakrabbameini í konum.

Heimild: CNN og Foreldrahandbókin
Ljósmynd: iStock/Campells

X