Loading

Breytti dóttur sinni í Bellu

Við birtum á dögunum æðislega frétt um pabba nokkurn sem lét drauma dóttur sinnar um að vera Rey í Star Wars rætst. Þar var ekkert hálfkák á ferðinni enda supum við hveljur af aðdáun.

Sjá frétt FHB: Svalasti pabbi í heimi

Nú hefur annar pabbi gert slíkt hið sama en hann tók þetta skrefinu lengra og ferðaðist til þriggja landa í Evrópu til að mynda kastala. Við leiðum líkur að því að hann hafi átt annað erindi en engu að síður.

Síðan tók hann myndir af dóttur sinni í sérsaumuðum kjólum og sauð herlegheitin saman.

Útkoman er einstök og við trúum því að dóttir hans, Nellee, hafi verið í skýjunum. Pabbinn, heitir Josh Rossi, hefur áður gert þetta en þá breytti hann dóttur sinni í Wonder Woman.

Viðtal við Josh má lesa HÉR en hann segir að eftir viðtökurnar sem að Wonder Woman myndatakan hafi fengið að það hafi ekki verið aftur snúið. Yfir 35 milljónir hafi horft á það myndband og greinilegt að fólki finnst þetta skemmtilegt og sniðugt. Og fyrir hann… sé þetta það skemmtilegasta sem hann hefur gert.

X