Loading

BRJÁLUÐ BÖRN Í BÚÐUM

Ég fór með drengina mína í eina búð í gær sem er ekki frásögu færandi nema hvað að
þeir voru eins og kýr sem sleppt er út á vorin !!

Lillinn er nýfarinn að ganga og eldri guttanum finnst það alls ekki leiðinlegt og nýtir hverja mínútuna til að fá hann til að hlaupa á eftir sér. Í búðinni var borð í miðjunni sem þeir nýttu mjög vel til að hlaupa hringinn í kringum en þar sem ég er frekar ströng á þessum hlutum endaði þessi líka „skemmtilegi leikur“ (að þeim fannst) að eldri guttinn fékk bíllyklana og settist út í bíl og þessi yngri í fangið, borgað, þakkað fyrir og út, mamman sveitt og ekki sátt !

Mér finnst vanvirðing gagnvart búðareigandanum að það séu börn hlaupandi um alla búð
og foreldrarnir gera ekki neitt. Ég spurði því guttan minn hvort að hann vildi að búðareigandinn kæmi heim til hans og myndi hafa vinkonu sína með og þær væru inni í hans herbergi hlaupandi um í Lego-inu hans ?? Viðbrögðin voru „vá mamma ert ekki að grínast“ þær færu aldrei að gera það !!!

Auðvitað skilur hann ekki alveg samlíkinguna en í gærkvöldi kom hann svo til mín og baðst
afsökunar á því hvernig hann lét og sagðist ætla að hugsa þetta næst þegar hann færi með mér í búð og bætti því einnig við að hann væri ekki til í að þær kæmu og myndu hlaupa um í Lego-inu hans: „mamma þær myndu eyðileggja það sem ég á“ ! Þarna kom það sem ég var að bíða eftir – setja sig í spor annarra ! já eins og ef þú hefðir nú hlaupið á eitthvað sem hún ætti hefðir þú eyðilegt hennar dót sagði ég við hann á móti. Já ég veit heyrðist svo lágt.

Þarna hafði hann langan tíma til að hugsa þetta og áttaði sig á þessu ! Engin öskur að minni hálfu nema sagði 2 sinnum viltu hætta að hlaupa um og endaði með því að hann var settur útí bíl og áttaði sig sjálfur því hvað hann hefði verið að gera sem var rangt.

Litli álfurinn er svo sem ekki saklaus heldur þar sem þetta var leikur þeirra beggja en hann varð heldur ekkert sáttur þegar hann var tekinn upp og fékk ekki að hlaupa meira.

Sum sé niðurstaðan er sú að við þurfum ekki að vera bjálaðar á móti brjáluðum börnum því þetta eru ekki brjáluð börn heldur lífsglöð, heilbrigð börn sem geta búið til leik hvar sem þau koma en við þurfum að minna þau á að það hentar ekki að leika sér hvar sem er !

Knús í kotið til ykkar !
– – –
Ég heiti Þórunn Eva og er fædd árið 1983. Ég á mann og tvo fallega gullmola, einn fæddan árið 2004 og er langveikur og annan fæddan 2011 og er stálhraustur. Ég er menntuð sem ÍAK einkaþjálfari og vinn í Baðhúsinu.

X