Loading

BRJÓSTAGJÖF Á ALMANNAFÆRI

Eitt umræðu efni virðist alltaf vera jafn heitt, og það er brjóstagjöf á almannafæri.

Ég verð öruglega seint talin sem einhver ofurtalskona brjóstagjafar, en ég bara hreinlega get ekki orða bundist eftir að hafa lesið pistil um þetta þar sem brjóstagjöf á almannfæri er líkt við það að einhver sé að ganga um nakinn og troði kynfærum sínum sjónlínu fólks á almannafæri.

Hvernig stendur á því að fólki finnist óeðlilegt og jafnvel ógeðslegt að lítið barn fái sér að borða? Hefur barnið sem er á brjósti einhvern minni rétt á að fá matinn sinn heldur en barnið sem fær pela? Því það er jú ekki jafn ógeðfelt og hræðilegt að ota pelanum framaní fólk á förnum vegi eins og að pota túttunum í fólk!

Það mætti stundum halda að móðir brjóstabarnsins byrji á því að standa upp og klæða sig úr öllu, taki svo nokkra góða tangó takta og sveifli brjóstunum fram og til baka, fari svo að velta því fyrir sér hvar þetta barn sé já alveg rétt, tekur það upp og skellir því á annað brjóstið og heldur svo áfram að sveifla hinu á meðan, bara svona til að passa að henni takist öruglega að troða brjóstunum á sér í andlitið á sem flestum!

Í alvörunni og svo ég sletti nú svolítið þó mér finnist það ljótt, kommon! Þetta er barn sem er svangt og vill fá matinn sinn, og ef þér finnst það ógeðfellt þá skalltu bara snúa þér í hina áttina, það er ekki svo flókið. Ekki yrðum við mjög sátt ef við værum alltí einu alveg rosalega svöng en mættum hinsvegar ekki fá okkur neitt að borða fyrr en við kæmum heim þar sem hægt væri að draga fyrir alla gluggana svo enginn þyrfti nú að sjá þegar við fengjum okkur að borða.

Svo svona í lokin þá hefðum við öruglega öll gott af því að hugsa aðeins meira um það hvernig við sjálf högum okkur á almannafæri heldur en að vera svona upptekin af því hvað allir hinir séu að gera.

– – –
Ég heiti Sif Hauksdóttir og er 24 ára, ég á tvo yndislega og orkumikla drengi, sá eldri er fæddur í september 2009 og sá yngri í október 2010. Ég er heimavinnandi húsmóðir með þann yngri þangað til hann kemst á leikskóla en eftir það eru engin plön, ég hef nefninlega ekki ennþá komist að því hvað mig langar að verða þegar ég verð stór!

X