Loading

BRJÓSTAGJÖF AFTUR Í SVIÐSLJÓSINU

Jamie Lynne Grumet vakti gríðarlega athygli þegar hún birtist á forsíðu TIME tímaritsins þar sem hún sást gefa fjögurra ára syni sínum brjóst undir fyrirsögninni Are You Mom Enough? Forsíðan vakti gríðarleg viðbrögð og skapaði mikla og holla umræðu um brjóstagjöf, gildi hennar og samfélagsleg viðmið.

Sjálfri gekk Jamie Lynn gott eitt til og samþykkti því að sitja fyrir á forsíðu tímaritsins Pathways þar sem fjallað er um gildi brjóstagjafar – ekki síst í ljósi skýrslu frá Barnaheillum þar sem fram kemur að staða brjóstagjafar í Bandaríkjunum sé ekki nógu góð og sé þar helst um að kenna skort á stuðningi. Þrátt fyrir að brjóstagjöf sé eðlilegasti hlutur í heimi þá þarfnist mjólkandi móðir stuðnings og fræðslu.

Nýja forsíðan er flott… og hér er slóðin inn á vefsíðu Pathways.

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér blogg Jamie Lynn þar sem hún fjallar mikið um Attachment Parenting.

Jafnframt má HÉR lesa frábæran pistil eftir Soffíu Bærings sem heitir HVE LENGI Á BRJÓSTI.

X