Loading

BRJÓSTAGJÖF Í ÍTALSKA ELLE

Ítalía – Það er ekki oft sem að brjóstagjöf og háttíska fara saman en í maí tölublaði ítalska Elle verður stórmerkilegur myndaþáttur eftir ljósmyndarann Amöndu de Cadenet um konur sem eru að breyta reglunum.

Á myndinni má sjá umhverfisverndarsinnann og stofnanda GirlieGirlArmy, Chloé Jo Davis, gefa eins árs syni sínum, Panther Britain Daivis, brjóst. Davis er með þeim allra svölustu í bransanum en hún er einn af upphafsmönnum Glamazon hreyfingarinnar en það gæti útlagst á íslensku sem Glæsilega leiðin að grænna lífi.

Heimild: GirlieGirlArmy.com
Ljósmynd: Amanda de Cadenet

X