Loading

BRJÓSTAGJÖF VANDAMÁL Í BANDARÍKJUNUM

Samvkæmt nýlegri rannsókn sem gerð var á vegum Samtaka Bandarískra Barnalækna (The Americann Academy of Pediatrics) koma í ljós sláandi niðurstöður þar sem einungis 13% mæðra eru með barnið eingöngu á brjósti fyrstu sex mánuðina. Í rannsókninni kemur fram að 75% mæðra sem fengu a.m.k. 13 vikur í fæðingarorlofi hófu brjóstagjöf en talan var umtalsvert lægri hjá þeim mæðrum sem einungis fengu 1-6 vikur í fæðingarorlof.

Er niðurstaða rannsóknarinnar sú að ætli stjórnvöld sér að lengja brjóstagjöf þá sé frumatriðið að lengd fæðingarorlofs verði aukin. Engar samræmdar reglur eru til um fæðingarorlof þar í landi og því getur það spannað allt frá viku upp nokkra mánuði. Þurfa atvinnurekendur ekki að greiða fæðingarorlof og eru einu kröfurnar þær að þeir haldi starfi konunar í þrjá mánuði – en á því eru vissulega undantekningar.
Eru Bandaríkjamenn nokkuð aftarlega á merinni hvað þetta varðar og eru frændur okkar Svíar þar fremstir meðal jafningja en þar er fæðingarorlofið 92 vikur.

Nánar má lesa um rannsóknina hér.

X