Loading

BRÓÐIR MINN ER BESTUR Í HEIMI

Framtíð Archie litla var ekki björt. Hann var skilinn eftir á munaðarleysingjahæli í Búlgaríu og er með Down Syndrome sem því miður þykir ekki alveg nógu eftirsóknarvert. En… hann var ættleiddur til Bandaríkjanna þar sem hann unir hag sínum augljóslega vel og á systur sem getur ekki hætt að dásama hann.

Við höfum reynt að rekja uppruna þessa myndbands og söguna á bak við það en komum hvarvetna að lokuðum dyrum. Boðskapurinn er þó einfaldur og fallegur. Allir eiga skilið að vera elskaðir og það er ekkert að því að vera „öðruvísi”.

Archie litli og systir hans eru algjör krútt og við eiginlega urðum að birta þetta myndband…

X