Loading

BÚÐARFERÐIN ÓGURLEGA

Ég fór útí búð um daginn og þar var einn pabbi með þrjú börnin sín með sér, öll undir 4 ára aldri og það var öskrað grátið og hent sér í gólfið til skiptis ásamt því að tína allt á milli himins og jarðar í körfuna og í vasana sína.
Greyið pabbinn var orðin rauður einsog epli í framan og vildi greinilega ekki vera að skamma börnin sín fyrir framan alla í búðinni , hann notaði alltaf innri röddina sína og gerði það sem hann gat til þess að fá þau öll til að koma á kassann,borga og út.
Það gekk nú brösuglega og ég sá að hann var kominn með hálfa körfu af nammi sem var líklega sáttmálinn, á endanum gekk þetta upp og hann komst loks á kassann þar sem afgreiðsludaman var frekar orðin pirruð á þeim og dreif þetta af.
Einu sinni þegar ég vissi ekki betur þá hefði ég orðið græn og farið að versla annars staðar vegna láta sem væri í þessari búð en sem betur fer á ég börn og líklega flestir sem voru þarna í búðinni hafa verið í hans sporum.
Eins mikið og ég fann til með manninum þá var ég mest að hugsa um fólkið í kringum hann ég var farin að dæma það og hugsa : afhverju er þessi kona að horfa svona á hann skilur hún ekki að það er erfitt að vera með þrjú börn og hvað þá klukkan 16:00 á daginn í búð
Ég er búin að glugga mikið í barnabækur og lesa um hver uppskriftin sé að ala upp barn og auðvita eru ekki alltaf sömu aðferðirnar notaðar og það er eitt ofarlega í huga mér , það er sagan um brjálaða barnið í búðinni.
Barnið er alveg á útopnu og vill fá nammi og foreldrið segir nei , þá er hent sér í gólfið og tekin smá tryllingur þá mælir þessi tiltekni höfundur með því að herma eftir barninu, bara fleygja sér í gólfið líka og öskra eins hátt og barnið gerir. Hversu lágt á þroskaskalanum ertu þá komin?
Elsta systir mín sagði mér sögu um dóttur sína og sig sjálfa þegar þær fóru útí búð saman og sú stutta ætlaði að byrja með suð og væl þá fékk hún einn séns til þess að hætta (þá var daman þriggja ára) en ætlaði nú ekki að gefa sig og þá var farið með hana útí bíl og þar beið hún þangað til mamman var búin að versla.
Mér fannst þetta svolítið hart að láta hana bíða útí bíl í þessar 5 mínútur sem hún beið en þetta komst allavega til skila og það var ekki aftur vesen að fara útí búð með hana.
Ég hef oft verið að spá í því hvernig fólk upplifir það þegar börnin manns taka uppá því að verða brjáluð í búð, ég er löngu hætt að spá í því hvað öðrum finnst um það þegar mín börn ákveða að taka smá syrpu, ég geri bara það sem ég er vön og stoppa þau af á þann hátt sem ég er vön að gera.
Eina undantekningin er á föstudögum þegar börnin okkar eru orðin dauðþreytt eftir vikuna og vilja ekkert meira en að komast heim, þá dettur fólki stundum í hug að skella sér útí bónus með jafnvel tvö til þrjú börn með sér , ( ég veit í einstaka tilvikum hefur fólk ekki aðra kosta völ) á þessum tíma hafa börnin ekki orku né getu til þess að elta okkur útum alla búð meðan við verslum.
Þegar ég sé grátandi barn í kerru útí búð klukkan 18:00 á föstudegi og móðirin skammar það fyrir lætin þá verð ég oft pirruð í skapinu og finn til með barninu því oft föttum við ekki að þegar börnin okkar eru loks búin í leiksólanum/skólanum eftir annasama viku , þá langar þeim bara að komast heim eins og okkur sjálfum.
Ég hvet alla foreldra til þess að veita því athygli hvernig börnin okkar eru þegar við erum að versla því oft eru þau bara dauðþreytt og langar að komast heim, oft er sniðugt að skella einni bók í veskið eða einhverju skemmtilegu dóti sem þau geta dundað sér með á meðan við verslum inn.

Kveðja,
Heiðrún B

– – –
Ég heiti Heiðrún Baldursdóttir, 25 ára og nýflutt á Akranes úr borg óttans sem leggst svona hrikalega vel í alla heimilismenn. Ég á tvö yndisleg börn, strákurinn minn fæddur í nóvember 2004 og stelpan mín fædd á þrettándanum 2010. Þau eru mjög ólíkir einstaklingar og það er alveg á hreinu að dóttir mín ræður hér ferðum á heimilinu, hún sér alveg um hvenar og hver á að fara fyrstur í bað, í hvaða föt hún eða bróðir sinn á að fara í eftir baðið ásamt fleirum stórum ákvörðunum sem tekið er á þessu heimili.

Ég kláraði nám hjá Snyrtiakademíunni í Kópavogi árið 2007 og fór beint þaðan að vinna á Gló, tók smá pásu í fæðingarorlof 2010 og hélt svo áfram þar.

Í ágúst 2011 tók ég ákvörðun og flutti uppá Skaga með börnin mín tvö og hér höfum við það svo sannarlega gott enda umkringd góðu fólki. Ég er í ljónsmerkinu sem ég segji kannski ekki alltaf frá þar sem ljónið er þekkt fyrir leti, athyglissýki, miðpunktur athyglinnar reyndar líka að vera með fallegt hár, ég skal taka það til mín en hitt verður að segjast ekki ég. Takk og bless.

X