Loading

BÚIÐ AÐ GEFA ÚT ÁKÆRU Í ÚTBURÐARMÁLI

Búið er að gefa út ákæru í málinu óhugnalega þegar að nýfætt barn var skilið eftir í ruslagámi við hótel við Laugaveg í Reykjavík í júlí. Málið hefur verið sent til héraðsdóms en að sögn Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, sett vararíkissaksóknarar sem fer með málið, verða ekki veitta frekari upplýsingar um málið að stöddu. Sigríður Elsa vildi ekki greina frá því hver hefði verið ákærður í málinu.

Móðirin sætti varðhaldi fyrst eftir að málið kom upp og hefur verið í farbanni síðan þá.

Ljósmynd: iStock

X