Loading

CHELSEA CLINTON HLAUT STRANGT UPPELDI

Þrátt fyrir að hafa alist upp í Hvíta húsinu segir Chelsea Clinton að það hafi ríkt strangar reglur á heimilinu. Chelsea skrifaði á dögunum formála í bókina Talking Back to Facebook sem að fjallar um áhrif fjölmiðla á börn.

Þar segir Clinton frá því að hún hafi einungis mátt horfa á sjónvarpið í 30 mínútur á dag og að það hafi verið sameiginleg fjölskyldustund. Pizzuát og teiknimyndir hafi einungis verið leyfð um helgar og sykrað morgunkorn hafi verið bannað með öllu. Hins vegar hafi fréttir og máliefni líðandi stundar verið rædd yfir kvöldverðarborðinu þar sem foreldrar hennar voru iðullega í kastljósi fjölmiðla. Hún hafi því snemma lært að fjölmiðlar segi oft einhliða sögur og að gagnrýnnar hugsunar sé þörf.

Clinton var þrettán ára þegar hún flutti inn í Hvíta húsið en þar áður hafði faðir hennar verið ríkisstjóri í Arkansas. Um það leiti hafi hún fengið leyfi til að horfa á fyrsta þáttinn sinn sem var Bráðavaktin. Hún hafi þó oft eytt löngum stundum í að spila tölvuspil með föður sínum. Jafnframt hafi foreldrar hennar haldið henni eftir bestu getu utan kastljóss fjölmiðlanna sem hafi tekist nokkuð vel.

X