Loading

CHICCO JAFNVÆGISHJÓL

Jafnvægishjól eru sífelt að verða vinsælli hér á landi, enda eru þau mjög sniðug fyrir yngstu kynslóðina sem eru að stíga sín fyrstu skref í hjólaveröldinni. Jafnvægishjól hjálpa börnum að læra að halda jafnvægi og er það því að auðveldara fyrir þau að læra á tvíhjól seinna meir.

Chicco á Íslandi hefur nú hafið innflutning á jafnvægishjóli sem hefur hlotið fjölmörg verðlaun um allan heim. Hjólið er mjög létt en úr endingargóðum málmi sem tryggir að hjólið endist sem lengt. Hægt er að stilla hæð á bæði stýri og sæti þannig að hjólið geti vaxið með barninu eða gengið á milli barna. Hnakkurinn er þykkur og góður og handfönginni eru klædd úr þykku gúmmí þannig að barnið geti stýrt hjólinu á auðveldlega. Dekkin eru góð og gróf sem er mikilvægt bæði upp á öruggi og einnig því yngstu kynslóðinni finnst fátt skemmtilegra heldur en hjóla í torfærum.

HJOL

X