Loading

CHRISTOPHER WALKEN LES KVÖLDSÖGU

Það er engin leið að koma efni þessarar fréttar í eina góða fyrirsögn en sem sagt: Meistaraverkið Where The Wild Things Are er bók (og kvikmynd) sem milljónir barna um heim allan elska. Á meðfylgjandi myndbandi er sjálfur Christopher Walken mættur til að lesa bókina – en gerir það með heldur sérstökum og sprenghlægilegum hætti. Það er eiginlega þess virði að hlusta á myndbandið – að minnsta kosti fyrir alla góða húmorista…

X