Loading

Clooney kjaftaði frá á áttundu viku

Svo virðist sem nánir vinir Amal og George Clooney hafi vitað nokkuð lengi að von væri á börnum. Matt Damon hefur greint frá því að hann hafi fengið fregnirnar síðasta haust þegar þeir unnu saman.

George dró mig afsíðist og sagði mér fréttirnar. Ég fór bara næstum því að gráta af gleði. Því næst spurði ég hann hvað hún væri komin langt og hann svraði „átta vikur.” Ég spurði hann hvort hann væri galinn og að hann mætti alls ekki segja neinum frá fyrr en á tólftu viku. Svo hrópað ég á hann „kanntu ekki tólf vikna regluna?” en auðvitað kann hann ekki tólf vikna regluna.

Fjórum vikum seinna spurði ég hann hvort það væri ekki allt í góðu og hann svaraði brosandi „við erum góð.”

X