Loading

DRAUMAHÚS BARNSINS

Hver man ekki eftir að hafa látið sig dreyma um að eiga lítið fullkomið hús út í garði. Þar væri hægt að stunda verslunarrekstur, reka dúkkuverkstæði, hafa teboð, leynilega fundi og afmælisveislur – ef því væri að skipta. Við rákumst á þetta guðdómlega dúkkuhús sem prýðir garð nokkurn á Nýja Sjálandi. Eins og myndirnar sýna er það ótrúlega fallegt og alvöru – en um leið skemmtilega einfalt og laust við tilgerð.

Svona kofi væri sannarlega verðugt sumarverkefni fyrir fjölskylduna og því ekki úr vegi að fara að leggja drögin að meistaraverkinu enda aldrei að vita nema vorið farið að koma.

Heimild: MouseHouse

X