Loading

DRENGUR MEÐ SEX FÆTUR BÚINN Í AÐGERÐ

PAKISTAN – Draumur foreldra hins tveggja vikna gamla Umars Farooq rættist þegar að ráðamenn í Pakistan samþykktu að greiða fyrir lífsnauðsynlega aðgerð til að fjarlægja fjóra auka fótleggi sem hann fæddist með. Umar litli fæddist með sex fætur en orkökina má rekja til sjúkdóms sem kallast polymelia og veldur því að frumuvöxtur verður ekki sem skyldi á frumfósturskeiði. Sjúkdómurinn eða heilkennið ef kalla skyldi er ákaflega sjaldgæft. Foreldrar drengsins höfðu ekki ráð á að borga fyrir skurðaðgerð og biðluðu því til stjórnvalda og góðgerðastofnanna. Það varð úr að stjórnvöld samþykktu að greiða fyrir aðgerðina en teymið sem framkvæmdi hana samanstóð af fimm læknum en alls tók aðgerðin átta tíma. Að sögn lækna heilsast Umari litla vel eftir atvikum og tókst aðgerðin sem skyldi.

Fyrir þá sem vilja sjá mynd af Umari litla fyrir aðgerðina er hægt að smella HÉR.

X