Loading

DÚKKA SEM BÖLVAR VEKUR REIÐI

Foreldrar í Bandaríkjunum eru allt annað en ánægð með nýjustu dúkkuna frá Toys´R´Us leikfangaframleiðandanum en dúkkan – sem talar – hefur heyrst bölva.

Samkvæmt frétt í Huffington Post heyrist dúkkan segja “You crazy bitch” sem telst fremur gróft blótsyrði. Framleiðendur dúkkunnar hafna því hins vegar og segja að dúkkan sé bara að babbla.

Foreldrar eru eins og áður segir ekki par hrifnir af dúkkunni og ein kona gekk svo langt að segjast vilja brenna dúkkuna og skrifa fyrirtækinu sem framleiðir þær bréf. Önnur móðir sagði þó að hún teldi ólíklegt að börn gerðu sér grein fyrir því hvað dúkkan er að segja.

Lögfræðingur nokkur hefur síðan höfðað mál á hendur fyrirtækinu en meðfylgjandi myndskeið segir allt sem segja þarf.


Heimild: Huffington Post
Mynd: Toys´R´Us

X