Loading

EIGNAÐIST TVÖ BÖRN Á ÁTTA MÁNUÐUM

Hin tuttugu og sex ára gamla Claire Ormond vann það magnaða afrek að eignast börn með einungis átta mánaða millibili – og börnin eru ekki tvíburar.

Milljón króna spurningin fyrir stærðfræðisnillinga er auðvitað hvernig þetta er mögulegt því við vitum að líffræðilega er það ekki hægt… en lausnin er önnur en þið haldið. Fyrra barnið fæddist á 25 viku meðgöngu og þrátt fyrir að vera mikill fyrirburi og vart hugað líf þá hafði sú litla það af enda mikil baráttukona.

Sjö vikum síðar var Claire hins vegar aftur orðin ófrísk, þrátt fyrir að vera á pillunni, og gekk með það barn í 29 vikur. Læknar ráðlögðu henni að eyða fóstrinu en hún gat ekki hugsað sér það. Hún segir í viðtali að skiljanlega hafi hún orðið dauðhrædd við að verða ófrísk aftur – enda allt annað auðvelt að vera með tvö ungbörn – sem bæði eru tæknilega séð fyrirburar.

En.. talandi um að taka þetta með trompi þá verður ekki annað sagt en að Claire hafi tekið það á næsta stig.

X