Loading

EIN UPPÁHALDS BÚIN AÐ EIGA

Ein af okkar uppáhalds frægu konum, Chrissy Teigen, hefur eignast sitt fyrsta barn. Íslandsvinurinn Chrissy er löngu orðin þekkt fyrir að vera fáránlega hispurslaus, hress, skemmtileg og svo auðvitað líka ótrúlega hugguleg en þekktust er hún sjálfsagt fyrir fyrirsætustörf sín. Eiginmaður hennar er enginn annar er tónlistarmaðurinn John Legend og hefur heimsbyggðin verið iðin við að fylgjast með þessu uppáhaldspari í gegnum samfélagsmiðla.

Nú er frumburðurinn fæddur og hlaut nafnið Luna Simone Stephens. Móður og barni heilsast vel að eigin sögn og við óskum þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju.

Chrissy Teigen
Ljósmynd: Instagram

X