Loading

EINFALT RÁÐ GEGN MATVENDNI

Börn borða ekki hvað sem er en hér er hugmynd sem gæti gagnast foreldrum sem eiga matvönd börn. Hér er búið að skreyta súpu með ótrúlega fallegu dádýri… sem búið er að skera út úr ostsneið!

Skrautið er fullkomið í svona litsterkar súpur – mæli sérstaklega með Rauðu ofurhetjusúpunni í Heilsuréttum fjölskyldunnar. Kannski hefur maður ekki alltaf tíma fyrir svona útskurð en þá er hægt að nota svona piparkökumót. Fyrir vikið verður máltíðin mun meira spennandi og aldrei að vita nema að barnið freistist til að borða…

X