Loading

„Eins og að lenda undir tólf tonna trukki”

Hver hélt að keisari væri auðvelda leiðin? Til að leiðrétta þann misskilning birti Olivia White merkilega hreinskilna mynd af sér rétt eftir keisaraskurð þar sem hún vildi varpa ljósi á að keisari væri ekki bara krúttleg skurðaðgerð fyrir letihauga sem nenntu ekki að fæða.

White segir:

Til allar þeirra sem halda að þetta sé auðvelda leiðin. Prófaðu að hafa fimmtán sentimetra op á kviðarholinu eins og slægður hákarl sem var ristur á hol til að fjarlægja líkamshluta brimbrettamanns sem hann át og síðan saumaður aftur saman með girni. Það er engu líkara en að innyflin séu öll að reyna að sleppa út.

Auðvitað er allt frábært og æðislegt þar til mænudeyfingin dofnar. Eftir það er engu líkara en tólf tonna trukkur hafi keyrt yfir þig og síðan bakkað aftur til að tryggja að það hafi örugglega allt farið í klessu.

Ljósmynd: House Of White/Instagram

X