Loading

EINSTAKIR BÚNINGAR Á BÖRN

Flestir kannast við fjöldaframleidda ofurhetjubúninga sem hægt er að kaupa fyrir allar meiriháttar hátíðir á borð við hrekkjavöku og öskudag. Þessi magnaða vefverslun sérhæfir sig í „fínni” búningum og ef satt best skal segja eru þeir nokkuð magnaðir. Búðin heitir Love Baby J og eigiandi hennar er Jennifer Langdon. Jennifer er þriggja drengja móðir sem var að langaði að opna sína eigin verslun. Hún segist þjást af ofvirku ímyndunarafli og þeir endurspeglist í búningunum hennar sem séu allir handgerðir og eins vandaðir og kostur er.

Ef þið eruð að leita að spennandi búningum þá er ekki úr vegi að heimsækja heimasíðu Love Baby J hér.

X