Loading

EITT SINN MÓÐIR – ÁVALLT MÓÐIR

Ég sat út á palli í þessu frábæra veðri og hugsaði um móðurhlutverkið og að ég væri búin að vera móðir í 15 frábæra mánuði! Að mamma mín væri búin að vera móðir í 27 ár, og amma mín væri búin að vera móðir í rúm 55 ár.
Ástæðan fyrir þessum pælingum var sú að mamma mín gisti hjá okkur um helgina. Hún kemur reglulega til okkar og hún var eitthvað að nöldra í mér hvað ég væri alltaf hrikalega morgunfúl þegar ég vakna og ekkert væri gaman að hanga með mér þá. Meðan hún tuðaði í mér svaraði ég með láum rómi:

„Æ mamma, hættu þessu! Ég er 27 ára gömul, ekki koma fram við mig eins og ég sé smákrakki.“

Mamma mín svaraði:

„Vaka mín, þó að þú sért orðin þetta mikið gömul, má ég alveg skamma þig því ég er ennþá og verð alltaf móðir þín, sama hversu gömul þú verður í framtíðinni, sjáðu bara ömmu þína, hún kemur stundum fram við mann eins og ég sé ennþá smástelpa, spyr hvort hún eigi að sækja mig úr vinnuni, eða hvenær ég komi heim frá ykkur. Við hættum ekkert að vera mömmur þó að börnin vaxi og verða eldri, – sama hversu mikið þið bíðið eftir því að við förum í gröfina.”
Já, mamma hafði rétt fyrir sér þarna. Móðurhlutverkið er alltaf til staðar, þó svo að barnið sé orðið lögráða og þurfi ekki fá samþykki frá foreldrum til að fá sér t.d tattoo, þó svo að barnið sé LOKSINS flutt að heiman foreldrum til mikillar gleði, eða þegar móðir missir barnið sitt, er mömmuhjartað alltaf til staðar.

Ég mun og er ávalt vera móðir, þó að ég verð 50 ára gömul, 75 ára gömul, komin á elliheimili, ég mun ávalt vera afskiptasöm við börnin mín, kenna þeim á lifið og tilveruna og vera eins og móðir mín og amma.

…Þangað til næst kveður mamman í bili og skellir sér í móðurhlutverkið!…

– –

Ég heiti Vaka Dögg, fædd árið 1985, þann 1. mars. Eignaðist mitt fyrsta barn 11. febrúar 2011, litla hetju prinsessu. Er fiskur í stjörnumerki. Frekja, skemmtileg, ferleg, einstök, upptekin af vinum og vandamönnum og einnig hundamamma! Sé um öll heimilisverkin hér heima, svo sem næturgjafir, bleyjuskipti, týna upp og þvo óhreina sokka, setja í uppþvottavélina og stundum elda kvöldmatinn! Samt sem áður hef ég tíma fyrir Facebook og að skrifa greinar.

X