Loading

ELLA SYNGUR ELVIS

Það er alltaf krúttlegt þegar að lítil börn syngja – sér í lagi ef þau skella sér í fullorðinsdeildina og raula alvöru slagara á borð við Elvis.

Í þessu myndbandi sést Ella Mae sem er tuttugu mánaða gömul söngla af hjartans lyst og ekki er annað að sjá en að hér sé næsta Disney stjarna mætt á svæði.

Einlægt samband feðginanna er líka fallegt… og þess ber að geta að föður Ellu bárust fjölmörg bréf eftir að myndbandið fór á netið þess efnis að axlaböndin á stólnum væru vitlaust stillt. Því var fljótlega kippt í liðinn.

X