Loading

ELTON JOHN OG FJÖLSKYLDAN

Elton John prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins Hello! ásamt eiginmanni sínum, David Furnish, og sonum þeirra tveimur, Elijah Joseph og Zachary. Hafa þeir gefið út að sama konan hafi gefið þeim egg í bæði skiptin þannig að drengirnir séu að minnsta kosti líffræðilegir hálfbræður en hafa ekkert viljað tjá sig um hvort kynfrumur úr þeim sjálfum hafi verið notaðar.

Eins hafa þeir ekki viljað tjá sig um hvort staðgöngumóðirin hafi jafnframt verið eggjagjafinn en um hana (staðgöngumóðurina) segja þeir að hún sé dásamleg kona, góð og yndisleg og þeir elski hana eins og systur. „Hún hefur gefið okkur tvær stórkostlegar gjafir og það minnsta sem við getum gert er að verja einkalíf hennar með öllum tiltækum ráðum.”

Í Kaliforníu er ekki ólöglegt eins og víða annarsstaðar að ráða staðgöngumóður og fjölga sér með þessum hætti en ljóst er af myndinni að dæma að Furnish-John fjölskyldan er gríðarlega hamingjusöm og vel heppnuð.

X