Loading

EN BARA TÚRKIS?

Túrkis er litur sem erfitt er að hafa andstyggð á – enda með eindæmum fagur. Hann hentar bæði stúlkum og drengjum og er í senn mjúkur og áhrifamikill. Hægt er að fá hann í mörgum litaafbrigðum og foreldrum (og öðru smekkfólki) er það í sjálfvald sett hversu ljós eða sterkur hann er hafður.

Við erum sjúklega skotin í þessari Facebook síðu þó við höfum ekki hugmynd um til hvers hún er enda tölum við ekki stakt orð í frönsku. En fjársjóður fyrir fagurkera engu að síður og áðan birtu þau þessar myndir undir yfirskriftinni: Túrkislitaður innblástur.
Við látum það standa… og vitum því miður ekkert hvaðan myndirnar koma (þar sem Frakkarnir geta ekki heimilda).
Hægt er að fara inn á heimasíðu LeDressingKids HÉR.


X