Loading

Enginn ætti að halda á barninu fyrsta klukkutímann nema móðirin

Í bókinni Midwifery Today sem kom út í fyrra er áhugaverð lesning um örveruflóru barnsins – eða öllu heldur skort á henni við fæðingu og hvernig örveruflóra móðurinnar flyst yfir til barnsins í fæðingunni. Penwell heldur því fram í bókinni að gríðarlega mikilvægt sé að enginn haldi á barninu annar en móðirin fyrsta klukkutímann eftir fæðingu, sé þess kostur. Mikilvægt sé að örverufluttninguirnn sem á sér stað komi bara frá móðurinni enda sé það mikilvægt skref í uppbyggingu ónæmiskerfisins. Segir Penwell í bókinni:

„Barnið kemur út úr móðurkviði tiltölulega laust við alla sýkla en innan klukkustundar fullyrða vísindamenn að milljónir örvera hafi tekið sér bólfestu í barninu. Spurt er: örverur hverra? Aðeins ein manneskja ætti að sjá um örverudreifinguna og það er móðirin. Bíðið því í klukkustund uns einhver annar heldur á barninu ef kostur er. Því jafnvel þótt það sé yndislegt fyrir hitt foreldrið að halda á barninu er betra að bíða í þessa mikilvægu klukkustund meðan örverur móðurinnar taka sér bólfestu í barninu. Fæðingin sjálf er fyrsta skrefið í þessu mikilvæga ferli: klukkustundin þar á eftir er ekki síður mikilvæg.”

–Vicki Penwell
Penwell V (2016) Microbiome and Midwives. Midwifery Today 120: 28-29.

Þetta finnst okkur mjög áhugavert og við munum ræða þetta mál við sérfræðinga og koma aftur að þessu síðar.

Frumtextinn:

“The baby comes from the womb relatively germ-free, and yet within one hour, scientists say the human baby has been colonized with millions of microbes. The question is, whose microbes? One person should be doing this “seeding”, and it is the mother who just gave birth to the baby. Wait one hour for anyone else to hold the baby, if at all possible. While it is lovely for the other parent to hold the baby, and any siblings and grandparents, this can be delayed for the first hour until the baby has received his microbiome transfer from the mother. Vaginal birth is just the first step in this important process: the hour after birth is vitally important, too.”

X