Loading

ENN EIN IKEA SNILLDIN

Ikea árátta okkar er að nálgast nýjar hæðir en þetta er svo sniðugt að við urðum að deila. Hér er búið að taka tvær Expedit hillur og breyta þeim í bekki með góðu geymslurými undir. Sérfræðingurinn sem á heiðurinn að þessari útfærslu heitir Jen Jones og það sem hún gerði var einfalt.

Hún byrjaði á að saga út plötur sem hún bólstraði síðan (með svampi, efnisbút og heftibyssu).
Síðan þurfti hún að smíða smá kassa sem hún setti í hornið (það sést ef betur er að gáð að hillurnar mætast og tómarými er fyrir aftan).
Síðan festi hún bólstruðu plöturnar með því að skrúfa þær fastar (neðan frá) á hillurnar.

Einfalt, sniðugt og nokkuð ódýr lausn.

Ýtarlegar leiðbeiningar er að finna inn á heimasíðu Jen Jones sem hægt er að nálgast HÉR.

X