Loading

Er barnið tryllt? Faðmaðu það

Við rákumst á skemmtilega grein eftir fyrrum leiksskólakennarann Kate sem heldur úti skemmtilegri síðu. Í greininni fjallar hún um vandamál sem flestir foreldrar þekkja: Þegar barnið tryllist og við vitum ekki hvað gera skal. Þar heldur hún því staðfastlega fram að börn læri miklu betur í gegnum kærleik heldur en refsingu. Faðmlag og gott spjall skili margfallt betri árangri en öskur og refsing.

Því að stundum, þegar börnin okkar brjálast, eru þau að kalla á hjálp. Kannski tekst þeim ekki betur en þetta að tjá tilfinningar sínar. Kannski er eitthvað annað að angra þau, valda þeim hugarangri, gremju eða streitu. Faðmlag getur opnað leiðina að tilfinningunum þannig að hægt sé að ræða hvað raunverulega brjátar á.

Því stundum þegar sjálfsmynd barnanna er léleg finnst þeim þau ekki verðslulda góðvild eða virðingu annarra og hegðun þeirra endurspeglar það. Þegar þau upplifa pirring og reiði frá hinum fullorðan styrkir það hugmyndir þeirra um eigin vanhæfni og þannig fer varhugaverður vítahringur í gang. Brjóttu hringinn og faðmaðu barnið. Minntu það á að allir geri mistök og það sé mannlegt.

Við tökum fyllilega undir þessi orð Kate – sem gefur ekki upp eftirnafn sitt. Þessi aðferð virkar og öllum líður betur þegar henni er beitt.

Greininna í heild sinni mál lesa hér.

X