Loading

Er lausnin fundin? Jafn mikill tími í lestur og tölvu?

Flestir foreldrar kannast við baráttuna um skjátíma og ákall afkvæmanna um meiri slíkan tíma. Við könnumst við að gefa eftir þegar álagið er of mikið og endrum og eins gleymum við okkur algjörlega… eða það er mín reynsla.

Við – og fleiri – höfum verið að reyna að finna hið gullna jafnvægi. Í upphafi skólaársins stakk kennari dóttur minnar upp á 50/50 aðferðinni en þá ráða börnin því í rauninni sjálf hvað þau fá mikinn skjátíma – eina skilyrðið er að það fari jafn mikill tími í lestur.

Ok – ráða því kannski ekki alveg sjálf og hér mætti setja hámarkstíma eða eitthvað en hugmyndin sem slík er afar góð.

Svo rakst ég á þennan lista sem Jack – sem er sonur fatahönnuðarins Monique Lhuillier var með í herberginu sínu. Þar kveður regla núm er þrjú á um að jöfnum tíma skuli eyða í lestur og tölvuleiki þannig að þetta er greinilega notað víðar.

Að því sögðu hef ég ekki fastmótaða skoðun á því hvort þetta sé snjöll aðferði… uppástungur og skoðanir velkomnar.

Þóra