Loading

Er nýja tattú Beyonce óður til barna hennar?

Beyonce frumsýndi á dögunum nýtt tattú sem er einstaklega mikið í hennar anda, bæði dulúðlegt og frábrugðið. Um er að ræða þrjá punkta á fingri hennar. Stærri punkt í miðjunni og tvo minni sitt hvoru megin við.

Að sjálfsögðu er búið að spá mikið og spegúlera í merkingu þeirra og svo virðist sem flestir séu sammála um að punktarnir tákni börnin hennar þrjú, Blue, Rumi og Sir. Ekki slæm ágiskun það og fremur smekkleg og snjöll útfærsla ef út í það er farði.

X