Loading

ERT ÞÚ FRUMKVÖÐULL?

Mömmur eiga margar af sniðugustu uppfinningum heims og mörg sprotafyrirtæki hafa orðið til í fæðingarorlofinu. Nú hafa tvær súpersniðugar mömmur/bissneskonur sent frá sér bókina Mom Inc. sem er í senn ótrúlega hvetjandi og uppfull af góðum gagnlegum upplýsingum á borð við hvernig eigi að gera viðskiptaáætlun, hvaða lagalegu atriði þurfi að hafa í huga, hvernig beri að verðleggja vöruna eða þjónustuna og öll þau smáatriði sem þarf að huga að en enginn pælir í.

Höfundarnir eru þær Meg Mateo Ilasco, tveggja barna móðir, listamaður, rithöfundur og frumkvöðull sem hefur skrifað nokkrar Inc. bækur á boðr við Craft Inc., Creative Inc. og Craft Inc. Business planner. Hún stofnaði líka tímatitið Anthology þannig að hún ætti að vita hvað hún syngur. Cat Seto er hönnuður, myndskreytir, rithöfundur og móðir. Hún býr til bréfsefni sem seld eru út um öll Bandaríkin og er sjúklega mikið klár og… þið skiljið hvað ég meina. Hreinræktaðar súperkonur sem hafa frá ýmsu að segja sem gagnast getur okkur hinum.

Eins eru prófílar af þekktum mömmum sem jafnframt njóta mikillar velgengni á vinnumarkaðinum og hafa verið öðrum mömmum mikill innblástur. Þeirra á meðal eru hönnuðurinn Cynthia Rowley, bloggarinn Gabrielle Blair (Design Mom), viðburðarstjórnandinn Amy Atlas og sjálf Christiane Lemieux frá Dwell Studio svo að nokkrar séu nefndar til sögunnar.

Bókin er fáanleg á Amazon og kannski flytur einhver hana hingað til lands. Aldrei að vita.

X