Loading

Ert þú tætt móðir?

Flestar erum við sjálfsagt pínu tættar enda nóg að gera og því finnst okkur afar snjallt að verið sé að fara af stað með námskeið í kundalini jóga fyrir tættar mæður!

Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bahjan sameinar hugleiðslu, möntrur, öndunar- og líkamlega æfingar. Auðvelt er að tileinka sér einfaldar æfingar sem hægt er að gera heima þegar að streita gerir vart við sig. Í tímunum erum við ma. að dýpka öndunina okkar (öndunin stýrir huganum) styrkja taugakerfið, auðvelda okkur að hlusta á innsæið og finna innri ró og styrk.

Námskeiðið er hugsað fyrir mæður sem eiga börn á allskonar aldri en tímarnir eru ekki hugsaðir þannig að börnin séu tekin með í tímann.

*Að eiga í góðu sambandi við sjálfan sig skilar sér margfalt til fjölskyldunnar*

Mánudagskvöld frá kl. 20-21:15
3.apríl – 8.maí
Verð: 9000 kr.
Skráning í gegnum sigrununnarsdottir@gmail.com

X