Loading

ERT ÞÚ UPPLÝST/UR UM KYNFERÐISOFBELDI

Dagana 4. – 6. maí mun Blátt áfram fara af stað með sína árlegu landssöfnun.

Söluaðilar eru í flestum verslunarkjörnum landsins. Ljósið kostar 1500 kr.

Með hverju keyptu ljósi býðst fyrirlestur þér að kostnaðarlausu hjá BLÁTT ÁFRAM. Upplýsingar um fyrirlestra www.blattafram.is Mögulegt er að horfa á þá í gegnum netið heima í stofu eða á skrifstofu félagsins, Fákafeni 9 efri hæð.

Markmið með söfnun Blátt áfram 2012

– Foreldrar fái fræðslu um hvernig best er að fræða börn sín um kynferðislegt ofbeldi og mikilvægi þess að bregðast rétt við ef grunur leikur á um ofbeldi eða ef barn segir frá ofbeldi.

– Rannsóknir á fræðsluefni Blátt áfram.

VERNDUM BARNIÐ
Með kaupum á ljósi er verið að stíga fyrsta skrefið í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Með hverju keyptu ljósi býðst fyrirlestur þér að kostnaðarlausu hjá BLÁTT ÁFRAM.

FJÖLSKYLDAN
Aðili sem hefur fengið fræðslu í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi, upplýsir barn sitt og fræðir alla fjölskylduna.

SAMFÉLAGIÐ
Fjölskylda sem er vakandi fyrir kynferðislegu ofbeldi á börnum, hefur áhrif á nánasta umhverfið sitt og hvetur samfélagið til að taka skýra afstöðu um verndun barna.

STOFNANIR
Upplýst samfélag gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum, hvetur stofnanir ss. skóla, íþróttafélög osfrv. til að taka forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi fastari
tökum og af meiri ábyrgð.

ÞJÓÐFÉLAGIÐ
Ábyrgari stofnanir, samfélög, fjölskyldur og einstaklingar gera betra þjóðfélag. Betra og heilbrigðara þjóðfélag skapar traustara umhverfi fyrir börnin.

X