Loading

Ertu að bugast á draslinu?

Það er eitthvað við amerískar mömmur sem við elskum. Jákvæðar, glaðleitar og sjúklega skipulagðar birtast þær okkur – en auðvitað verður maður að muna að þetta er nú oftast bara fyrir myndavélina. Það breytir samt ekki því að við elskum ímyndina sem verið er að selja og ef heimili okkar væri svona skipulagt þá væri tilveran fullkomin, eða því sem næst.

Í þessu myndbandi er margt skrítið en magt virkilega sniðugt. Sérstaklega púslgrindin, bílahillan og ávaxtarekkinn fyrir dótaeldhúsið. Það er því ekkert flókið: við elskum skipulag!

Þannig að ekki bugast. Gerðu bara eins og snillingarnir í þessu myndbandi og volá… lífið verður skipulagðara.

– – –

Og ef þú elskar skipulag þá máttu ekki missa af þessu mömmubloggi frá Sif Hauks: Skipulag

X