Loading

„ERTU ÓFRÍSK?” VAR ÉG SPURÐ…

„Ertu ófrísk?” var ég spurð í dag þar sem ég sat inn á skrifstofu og hallaði mér aftur á bak í skrifborðsstólnum. „Nei,” svaraði ég og fór að hlægja. Viðkomandi var OFUR-vandræðaleg og í stað þess að stoppa hélt hún áfram. „Nei, þú varst bara svo grönn,” bætti hún við og ég benti henni sposk á að hún væri mögulega að grafa sér ennþá dýpri holu. Vesalings konan var við það að bogna úr skömm en lét það ekki stoppa sig. „Kannski eru það bara brjóstin, þau eru svo stór,” hélt hún áfram og ég gat eiginlega ekki á mér setið og byrjaði að ræða það fjálglega að ég gæti bara ósköp lítið að þessu gert – svona þannig. Það væri engu líkara en að magavöðvarnir á mér hreinlega gengju ekki saman – sem er alveg hárrétt. Ég hef reyndar heyrt um þetta áður og hlakka mikið til – núna þegar ég er að vinna í endurbótum á Forldrahandbókinni – að komast að þessu í eitt skipti fyrir öll. Upp spunnust heitar umræður um magavöðva og af hverju konur væru mislengi að jafna sig og hvað væri hægt að gera þegar að magavöðvarnir væru svona ósamvinnuþýðir.

En hvað um það… er ekki ólétt, bara feitari en ég var… og þannig er nú það.

xx Þóra

X