Loading

ERTU TILBÚIN FYRIR FÆÐINGADEILDINA?

Flestar verðandi mæður einblína á að hafa töskuna og mæðraskránna tilbúna þegar að settur dagur nálgast en ofurdívan Beyonce ákvað að taka þetta skrefinu lengra. Til að gera sig tilbúna fyrir fæðinguna (eða keisarann) fór hún á snyrtistofuna og lét vaxa á sér augabrúnirnar, snyrta hendur og fætur og arkaði síðan sem leið lá á hárgreiðslustofuna og lét græja hárið.

Þetta segir hún í viðtali við tímaritið People og við getum ekki annað en tekið undir þetta með henni og hvatt allar verðandi mæður að eyða smá orku í sjálfar sig fyrir fæðingu þar sem lítill tími gefst oftast til þess eftir að barnið er komið í heiminn.

X