Loading

ERU ÞAÐ TVÍBURAR?

Breska pressan er ekki beinlínis þekkt fyrir að fara fínt í hlutina og nú eru breskir fjölmiðlar uppfullir af fréttum þess efnis að Kate Middleton sé ófrísk af tvíburum. Bendi morgunógleðin mikla til þess auk aldur hennar – hvernig svo sem þeir fá það út.

Hvort heldur sem er þá er það sannarlega mikið gleðiefni fyrir ungu hjónin og heimsbyggðina alla (fliss) að von sé á erfingja og þar sem Bretar eru sérlega hrifnir af veðmálum má búast við að veðjað verði um nánast allt sem viðkemur væntanlegum erfingja bresku krúnunnar.

Fyrir þá sem eru ekki með það á hreinu þjáist hertogaynjan af ofþornun vegna mikillar morgunógleði. Stöðug uppköst og vanlíðan valda því að næringar- og vökvainntaka er í lágmarki sem veldur ofþornun. Því var hún lögð inn þar sem hún fær vökva í æð og lyf sem sporna gegn ógleðinni.

Vonum að hún jafni sig sem fyrst…

X